Hádegisverðarfundur RANNUM 25. október kl. 12-13 í H203, aðalbyggingu Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð: Almar Halldórsson frá Námsmatsstofnun kynnti niðurstöður um færni nemenda við að vinna með og meta upplýsingar á netsíðum og einnig um tölvu- og netnotkun. Í júní gaf OECD út skýrsluna Students On Line: Digital Technologies and Performance (Volume VI) sem sýnir niðurstöður rannsóknar innan […]
Archives for Erindi
PISA 2009: Læsi 15 ára nemenda á rafrænan texta
- Slökkt á athugasemdum við PISA 2009: Læsi 15 ára nemenda á rafrænan texta
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities
Fyrsta málstofa RANNUM á skólaárinu 2011-12 var haldin þriðjudaginn 20.september kl. 12-13 í E303 (ath. breyttan fundarstað) í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Stakkahlíð, sjá lýsingu hér fyrir neðan. Upptaka í eMission Glærur (pdf) Jacqueline Tinkler kennari við Charles Sturt University (Flexible Learning Institute, Faculty of Education) í Wagga Wagga í Ástralíu mun halda erindi um doktorsverkefni sitt: […]
- Slökkt á athugasemdum við Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
Ungt fólk og netið: Viðhorf til öryggis og netsamskipta
Einar Norðfjörð fulltrúi í ungmennaráði SAFT verkefnisins og nemandi við Menntaskólann Hraðbraut mun halda erindi 15. mars nk. á málstofu kl. 12-13 á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) í samstarfi við Heimili og skóla og SAFT verkefnið sem er stuðningsaðili RANNUM. SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna […]
- Slökkt á athugasemdum við Ungt fólk og netið: Viðhorf til öryggis og netsamskipta
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
Fyrsti hádegisverðarfundur RANNUM 2011 25.1. kl. 12-13
Kennaramenntun í fjarnámi samhliða kennslu í skóla Á fyrsta hádegisverðarfundi RANNUM á árinu 2011 mun dr. Þuríður Jóhannsdóttir kynna doktorsverkefni sitt sem hún varði 3.desember sl. Ritgerðin fjallar um kennaramenntun í fjarnámi og kennaranema sem búa á landsbyggðinni og kenna í grunnskólum samhliða kennaranámi. Vettvangur rannsóknarinnar var annars vegar fjarnámið við Kennaraháskóla Íslands þar sem […]
- Slökkt á athugasemdum við Fyrsti hádegisverðarfundur RANNUM 2011 25.1. kl. 12-13
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
Tungumálatorgið – opnun og erindi
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og mennta- og menningarmálaráðuneytið bjóða þér að vera við opnun Tungumálatorgsins á Degi íslenskrar tungu. Forseti Menntavísindasviðs Jón Torfi Jónasson flytur ávarp og Brynhildur A. Ragnarsdóttir og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir kynna verkefnið og fjalla um þróun og ávinning af því. Markmið Tungumálatorgsins er að styðja við nám […]
- Slökkt á athugasemdum við Tungumálatorgið – opnun og erindi
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
DIVIS – Evrópuverkefni um notkun myndbandagerðar í tungumálanámi
Málstofa um DIVIS – Evrópuverkefni um notkun myndbandagerðar í tungumálanámi verður í boði RANNUM (Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun) og RANNMÁL (Rannsóknarstofu um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls). Meðlimir í DIVIS rannsóknarhópnum segja frá verkefninu og fyrstu niðurstöðum þess. Aðalframsögumaður: Michael Dal, lektor við Háskóla Íslands. Staðsetning: H202, aðalbygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. […]
- Slökkt á athugasemdum við DIVIS – Evrópuverkefni um notkun myndbandagerðar í tungumálanámi
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
Söfnun, úrvinnsla og miðlun rannsóknarniðurstaðna með notkun vefsins
Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) stóð fyrir málstofu þar sem Kristján Ketill Stefánsson stundakennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ kynnti notkunarmöguleika Internetsins við söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga sem nýst geta skólum við sjálfsmat og þróunarstarf. Upptaka af erindinu er að finna hér. Vefkerfið Skólapúlsinn www.skolapulsinn.is var kynnt og sett í samhengi við hugmyndafræði […]
- Slökkt á athugasemdum við Söfnun, úrvinnsla og miðlun rannsóknarniðurstaðna með notkun vefsins
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
Kennsla í upplýsingalæsi á háskólastigi
23. mars var málstofa á vegum RANNUM í stofu E205 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Astrid Margrét Magnúsdóttir forstöðumaður upplýsingasviðs Háskólans á Akureyri fjallaði um hvernig kennslu og þjálfun í upplýsingalæsi er háttað við Háskólann á Akureyri. Mikil áhersla er lögð á kennslu og þjálfun nemenda háskólans í upplýsingalæsi og er sú kennsla í umsjón […]
- Slökkt á athugasemdum við Kennsla í upplýsingalæsi á háskólastigi
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
Hádegisverðarfundir á vormisseri 2010
23. febrúar Rafrænt einelti Kristrún Birgisdóttir, fyrir hönd SAFT (Samfélags, fjölskyldu og tækni, http://www.saft.is/) Rætt verður um helstu boðleiðir og tegundir rafræns eineltis. Fjallað er um þolendur, gerendur og afleiðingar rafræns eineltis. Kynntar verðar niðurstöður rannsóknar og skoðuð orðræða um rafrænt einelti. Upptaka af málstofu 23. mars Kennsla í upplýsingalæsi á háskólastigi Astrid Margrét Magnúsdóttir forstöðumaður […]
- Slökkt á athugasemdum við Hádegisverðarfundir á vormisseri 2010
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated
Upplýsingalæsi og gildi þess í upplýsinga- og þekkingarþjóðfélaginu
Þórdís T. Þórarinsdóttir, forstöðumaður bókasafns Menntaskólans við Sund og doktorsnemi við Félagsvísindasvið HÍ, fjallaði um upplýsingalæsi og gildi þess í upplýsinga- og þekkingarþjóðfélaginu þann 8. desember á málstofu á vegum Rannsóknastofu um upplýsingatækni og miðlun kl. 12-13 í stofu E205, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Stakkahlíð. Upptaka: http://upptokur.hi.is/player/?r=5f6501d2-b98a-41f9-9d5e-034beee19c61
- Slökkt á athugasemdum við Upplýsingalæsi og gildi þess í upplýsinga- og þekkingarþjóðfélaginu
- Email to friend
- Blog it
- Stay updated