Spjaldtölvuvæðingin lagði grunn að auknu aðgengi að námsefni og námstólum[1], samskiptum og samstarfi, ásamt fjölbreyttni í úrvinnslu viðfangsefna í námi. Í upphafi verkefnis fengu nemendur tölvurnar með ákveðnum smáforritapakka með 10 forritum: vasareikni, 3 mismunandi glósuforritum (Upad, Evernote, GoodNotes), Dropbox, Factor Samurai, Gulliver’s Travels (ensk bók með upplestri), Science360 for iPad (alfræði forrit um vísindi), iBooks (forrit til að semja bækur, lesa þær og taka nótur), Facebook-appið var svo sett upp hjá helmingi nemenda strax fyrsta daginn.

Á haustmisseri 2012 voru 10.bekkingarnir (29 nemendur) komnir með samtals um 583 smáforrit inn á sínar spjaldtölvur. Nokkur voru mikið nýtt en önnur mjög takmörkuð eða takmörkuðust við persónulega notkun.  Að meðaltali voru 77 forrit á hverri tölvu, en á bilinu 21 til 126 smáforrit hjá hverjum nemanda. Um 347 forrit fundust hjá aðeins hjá einum einstaklingi, um 128 forrit voru á fjórum vélum eða fleiri, 63 á 10 eða fleiri tölvum.


[1] Við notum stundum hugtakið námstól yfir það sem einnig hefur verið kallað smáforrit (e. apps)