23. mars var málstofa á vegum RANNUM í stofu E205 í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð.
Astrid Margrét Magnúsdóttir forstöðumaður upplýsingasviðs Háskólans á Akureyri fjallaði um hvernig kennslu og þjálfun í upplýsingalæsi er háttað við Háskólann á Akureyri. Mikil áhersla er lögð á kennslu og þjálfun nemenda háskólans í upplýsingalæsi og er sú kennsla í umsjón bókasafns háskólans. Einnig var starfsemi NordINFOLIT (http://www.nordinfolit.org/) kynnt en það er samstarfsvettvangur um upplýsingalæsi á Norðurlöndunum.
Glærur er að finna hér.