Endnote og Endnote Web voru gefin út af Thomson Reuters (Thomson Reuters http://www.endnote.com/) en Clarivate Analytics tók yfir það fyrirtæki og rekur m.a. einnig Web of Science. Forritið Endnote hefur verið í boði án endurgjalds fyrir starfsfólk og nemendur við Háskóla Íslands en hver sem var með íslenska IP tölu gat sett upp Endnote Web heimildasafn án endurgjalds en hægt var að færa heimildir á milli kerfa og gott að nýta báða möguleikana. Mælt er með að nota Endnote ef unnið er á eigin tölvu þar sem ýmsir fleiri möguleikar eru í boði og kerfið mjög fljótvirkt. Hins vegar er hægt að nota Endnote Web (sem farið er að kalla Endnote Online) fyrir þá sem þurfa/vilja hafa aðgang að heimildasafninu á netinu óháð tölvu og/eða eru að vinna með öðrum að því að byggja upp safnið sitt. Endnote Web/Online er líka mikilvægt til að geyma öryggisafrit af heimildum í safni.

1. Að koma sér af stað

EndNote: Að hlaða niður og setja upp Endnote forritið. Endnote forritið er ókeypis fyrir nemendur og starfsfólks Háskóla Íslands. Hægt er að hlaða því niður í UGLU, sjá leiðbeiningar á vef Reiknistofnunar http://www.rhi.hi.is/endnote. Athuga samt að biðja ekki upp Typical uppsetningu eins og sýnt er í þeim leiðbeiningum heldur Custom og velja þá alla staðla/Entire Feature (styles, svo sá íslenskaði KHÍ fljóti með og aðrir íslenskir sem kunna að verða settir með síðar). Sýnikennsla 1 (RHI vefur og UGLA)  Sýnikennsla 2 (Uppsetning Endnote) Sýnikennsla 3 (Uppsetning í Word ef gerist ekki sjálfkrafa)

Endnote Web: Kynning og stofnun Endnote Web svæðis (frítt)  á http://www.myendnoteweb.com
Leiðbeiningar um skráningu í MyEndnoteWeb: http://www.screenr.com/Bli8

2. Að færa inn heimildir handvirkt

Yfirlit yfir handvirka skráningu fyrir margar mismunandi heimildategundir
(Sólveig Jakobsdóttir – skriflegar ábendingar með upptökum/sýnidæmum)

3. Sjálfvirk skráning á erlendum tímaritsgreinum beint inn í Endnote eða Endnote Web

Athugið að ef heimildir hafa verið settar inn á sjálfvirkan hátt þá getur þurft að fara vel yfir þær og hreinsa skráningar sem ekki hafa komið réttar inn. Sjá hvernig uppsetning á að vera á grunnupplýsingum fyrir tímarit sem sýnir handvirka skráningu. (Sólveig Jakobsdóttir – upptaka)

5. Deila möppu í Endnote Web

6. Leiðbeiningar um notkun á Endnote eða Endnote Web í Word

þ.e. forritið er látið búa til tilvísanir eftir stöðlum (s.s. Chicago og APA) og heimildaskrá.  Ath í þessari upptöku kemur fyrst fram að ef fólk vill vísa á heimildir úr möppu sem annar notandi hefur deilt með viðkomandi (shared) – þá þarf fyrst að vista þær heimildir í eigin möppu. Ath. að í upptökunni er ekki alveg lokið við að ganga endanlega frá heimildalistanum sem verið er að búa til (skilið t.d. eftir uppsetning á Wikipedia-heimild).
http://soljak.khi.is/endnote/endnotewebheimildaskra

Til þeirra sem nýta efnið: Látið endilega vita ef þið rekist á hnökra og eða hafið ábendingar um breytingar eða viðbætur. Eins hefðum við gaman af að heyra hvernig gengur og/eða fá hrós ef efnið er að nýtast vel. Sólveig Jakobsdóttir (soljak@hi.is).