Lengja2

RANNUM / Rannsóknarstofa um upplýsingatækni og miðlun, tekur nú þátt í rannsóknarnetinu MakEY (Makerspaces in the early years) sem styrkt er úr H2020 – RISE áætluninni. Verkefnið hófst í janúar 2017 og verður á dagskrá til 30.06.2019. MakEY verkefnið heldur úti vefsíðu á ensku og einnig má fylgjast með framvindu þess á Twitter.

Íslenskir þátttakendur koma frá Háskóla Íslands / Menntavísindasviði, Háskólanum á Akureyri, Fab Lab Ísland og Uppfinningaskólanum. Hér má finna upplýsingar um alla þátttakendur í verkefninu.

Megninmarkmið verkefnisins eru:

  • Að efla rannsóknir og nýsköpun á sviði stafræns læsis og sköpunarmætti barna í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni og (hag)vöxt í Evrópu
  • Að auka rannsóknarfærni þátttakenda verkefnisins og þekkingu á sköpun, til að bæta hæfni þeirra og möguleika til starfsþróunar
  • Þróa tengslanet rannsakenda, starfsfólks í skapandi greinum og menntafólks sem geta unnið saman að því að þróa menntaefni og verkfæri til að efla stafrænt læsi barna og færni í hönnun
  • Geta veitt ráðgjöf varðandi rannsóknir, stefnumótun og þjálfun (í iðnaði og menntun) um hvernig nýsköpunarsmiðjur fyrir 3-8 ára börn geti þróast í bæði formlegu og óformlegu námsumhverfi á þann veg að börnin geti þroskað með sér þá færni og þekkingu sem stafræna öldin krefst.

Þá er einnig stefnt að því að ýta undir nýsköpun og efla frumkvöðlastarfsemi þeirra sem reka nýsköpunarsmiðjur, auðvelda smáfyrirtækjum á þessum vettvangi að þróa aðferðir í rekstri og að koma sér upp viðeigandi björgum til að bjóða fram viðfangsefni fyrir börn, í samstarfi við bæði óformlegar og formlegar stofnanir eða félög í samfélaginu.

Sett hafa verið fram fjögur lykilmarkmið:

  1. Að setja fram yfirgripsmikið yfirlit um hlutverk nýsköpunarsmiðja í formlegri og óformlegri menntunarreynslu barna og ungmenna.
  2. Að framkvæma vísindalegar rannsóknir til að skera úr um hvernig vísindasmiðjur geti eflt stafrænt læsi, skapandi færni og þekkingasköpun meðal ungra barna.
  3. Að þróa hugtök og viðmið til að skilgreina þátttöku ungra barna í skapandi vísinda- og tæknismiðjum.
  4. Að veita ráðgjöf og ráðleggingar um stefnumótun og starfsemi sem hlúir að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í smáfyrirtækjum og nýsköpunarsmiðjum og auðveldar notkun nýsköpunarsmiðja til að þroska stafrænt læsi í leikskólum og óformlegu námsumhverfi, svo sem í bókasöfnum og öðrum söfnum eða menningarstofnunum.

Birtingar*

2017-03-21 MakEY: Children and the use of digital media in makerspaces Introduction of the MakEY project in Iceland Skúlína Kjartansdóttir / Fiona Scott
2017-03-22 MakEY project – Introduction MakEY kynning Menntabudir – EduCamp meeting Skúlína Kjartansdóttir / Fiona Scott Hólabrekku School – Reykjavík
2017-05-30 MakEY: Börn og notkun stafrænna miðla í gerverum (MakEY project: Children and their use of digital media in makerspaces) Makey kynning á ársfundi RASK Skúlína Kjartansdóttir Landakotsskóli – Reykjavík
2017-09-28 Makerspaces in Bucharest Romania Blogg – pælingar um heimsókn til Búkarest Svanborg R Jónsdóttir & Mark Payne MakEY blogsite
2017-09-27 MakEY and entrepreneurship education in Iceland Presentation of MakEY and EE in Iceland for members of The Ministry of Education of Romania, upper secondary students and their teachers. Svanborg R Jónsdóttir Scoala Superioara Comerciala Nicolae Kretzulescu Bucharest
2017-09-28 MakEY and innovation education Presentation for for a group of 18 teachers and their headmaster at the Romanian – Finnish school (kindergarten and primary level). Svanborg R Jónsdóttir Romanian-Finnish School in Bucharest
2017-10-04 HA og rannsóknarnetið MakEY News on UNAK website Margrét Elísabet Ólafsdóttir / UNAK MakEY team University of Akureyri
2017-10-06 MakEY verkefnið: Gerver og framtíðarmöguleikar (MakEY project: Makerspaces and future possibilities) Conference presentation – Menntakvika Skúlína Kjartansdóttir University of Iceland – Reykjavik
2017-10-06 Makerspaces á Íslandi: Hver eru viðhorf kennara ungra barna og fagfólks á söfnum og í nýsköpunarsmiðjum? (Makerspaces in Iceland: What are the opinions of teachers of young children and professionals in museums and innovation centers?) Conference presentation – Menntakvika Jakobsdóttir, S., Þorsteinsson, G., Gissurardóttir, S., Kjartansdóttir, S., Jónsdóttir, S. R., Pétursdóttir, S., & Hjartarson, T University of Iceland – Reykjavik
2017-10-06 Makerspaces í grunnskólum Conference presentation – Menntakvika Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, Erla Stefánsdóttir, Hildur Rudolfsdóttir, kHugrún Elísdóttir, Rósa Harðardóttir, Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Anna María Þorkelsdóttir, og Svava Pétursdóttir University of Iceland – Reykjavik
2017-10-06 Uppfinningaskóli Innoent Conference presentation – Menntakvika Þórdís Sævarsdóttir
2017-10-06 Skapandi notkun stafrænnar tækni í leikskólastarfi Conference presentation – Menntakvika Anna Elísa Hreiðarsdóttir University of Iceland, Reykjavík
2017-10-06 Stafræn tækni + handverk = Makerspace Conference presentation – Menntakvika Margrét Elísabet Ólafsdóttir University of Iceland, Reykjavík
2017-10-13 Makerspaces for young children Conference Keynote-17° Encuentro Internacional de Educación Inicial y Preescolar Dýrfjörð, Kristín Monterry, Mexico

About these pubications/communications in relation to the MakEY  project “This project has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under the Marie Skłodowska-Curie grant agreement No 734720”

Ef óskað er nánari upplýsinga má hafa samband við:

Sólveigu Jakobsdóttur: soljak@hi.is

Skúlínu Hlíf Kjartansdóttir: shk10@hi.is