Gögnum var safnað með megind- og eigindlegum aðferðum. Um var að ræða viðtöl og/eða kannanir meðal þátttakenda og aðila að verkefninu. Auk þess voru gerðar nokkrar vettvangsathuganir í skólanum. Yfirlit um þátttöku í matsrannsókninni og framkvæmd hennar má sjá í töflu 1 en þar kemur einnig fram þátttökuhlutfall þar sem það á við. En hér er nánar fjallað um þátttakendurna, gögn og gagnaöflun, gagnagreiningu og siðferðileg álitamál.

Tafla 1. Þátttakendur og gagnaöflun.

Tími

Þátttakendur

Gögn, gagnaöflun

2012

vor

Mars

-apríl

29 nemendur í 9. bekk
(100% þátttaka)
9 hópviðtöl: 5 stúlknahópar, 3 drengja-, 1 blandaður, 2-4 nemar í hópi
4 kennarar; 1 stuðningsfulltrúi Hópviðtal
Verkefnisstjóri; sérkennari Einstaklingsviðtöl
Nemendur í 9. bekk, kennarar og annað starfsfólk Tvær vettvangsathuganir, skólaheimsóknir með myndbandsupptökum*
10 nemendur af 25 í 9. bekk (40% þátttaka)** Könnun (útprentuð) um smáforritanotkun
Maí-júní Fulltrúar Reykjavíkurborgar (3), Epli.is (1) og Námsgagnastofnunar (2) Þrjú viðtöl, eitt við hvern aðila
Júní 14 nemendur í 9. bekk (48% þátttaka)
Foreldrar 21 nemanda í 9. bekk (72% þátttaka)
5 kennarar
Kannanir á neti byggðar á könnunum Evrópska skólanetsins
2012

haust

Nóv.

 

29 nemendur í 9. bekk (96% þátttaka) Einstaklingsviðtöl með myndbandsupptökum og skjáskotum***
Allir nemendur 9. bekkjar og kennarar Vettvangsathuganir fjóra skóladaga eina viku með myndbandsupptökum***
Des. 5 kennarar Hópviðtal
2013
vor
Maí 27 nemendur í 10.bekki (93%) Hópviðtöl: fjórir stúlknahópar, fimm blandaðir, 2-4 nemar í  hópi
6 kennarar Einstaklingsviðtöl
Stjórnendur Hópviðtal; skólastjóri með einum kennara og einum starfsmanni
Maí-júní 27 nemendur í 10. bekk (93% þátttaka)
Foreldrar 13 nemenda í 10. bekk (45% þátttaka)
12 nemendur í 9. bekk (32% þátttaka)

Foreldrar 24 nemenda í 9. bekk (63% þátttaka)

Kannanir á neti byggðar á könnunum Evrópska skólanetsins
Fulltrúar Reykjavíkurborgar (1), Epli.is (1) og Námsgagnastofnunar (1) Einstaklingsviðtöl
Vor 2014   Sérfræðingur í kennslufræði við Menntavísindasvið Einstaklingsviðtal

*Gerðar af framhaldsnema á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu við Menntavísindasvið; **Nemendur í 8 fyrstu hópviðtölunum (25 talsins) fengu könnunina í hendur. ***Framkvæmt af fjórum framhaldsnemum á námskeiðinu Upplýsingatækni og skólaþróun við Menntavísindasvið.

 

 

 

1.1        Þátttakendur

Meðal þátttakenda í matrannsókn voru nemendur og starfsfólk Norðlingaskóla, foreldrar viðkomandi nemendahópa, fulltrúar samstarfsaðila og einn sérfræðingur.

1.1.1        Nemendur

Tveir árgangar nemenda voru með í þróunarverkefninu. Unglingar fæddir 1997 tóku þátt í verkefninu á vorönn 2012 (þá í 9. bekk) og einnig á skólaárinu 2012-2013 (þá í 10. bekk) og unglingar fæddir 1998 tóku þátt í verkefninu síðustu önnina vorið 2013 (þá í 9.bekk). Í fyrra árganginum voru 29 til 30 nemendur[1] en í þeim síðari 38.[2] Báðir árgangar tóku þátt í könnunum í lok skólaára. Þátttökuhlutfall fyrra árgangsins í könnunum var 48% í lok skólaárs 2012 en 93% í lok skólaárs 2013. Þátttökuhlutfall síðari árgangsins var 32% í lok skólaárs 2013.[3]  Sjá nánar um þátttöku í könnun í Fylgiskjali B. Viðtöl voru eingöngu tekin við nemendur í fyrri árganginum. Þátttökuhlutfall í viðtölunum var 100%  á vorönn 2012. Það var aðeins lægra, 97% á haustönn 2012 (allir nema 1 drengur) og 93% á vorönn 2013 (allir nema 1 stúlka og 1 drengur). Tekin voru viðtöl við alla sem náðist í og/eða voru í skólanum á þeim tíma sem viðtölin fóru fram. Fyrri árgangurinn var einnig beðinn að taka í smáforritakönnun í kjölfar fyrsta viðtalsins en þátttakan var eingöngu 40% (10 af 25 sem fengu könnunina í hendur).

1.1.2        Starfsfólk

Fyrra starfsárið komu fimm kennarar að þróunarverkefninu (3 konur og 2 karlar) með virkum hætti auk sérkennara (kona) og stuðningsfulltrúa (karl) en öll sinntu þau kennslu og/eða stuðningi við nemendur á unglingastiginu. Tekið var hópviðtal við kennarana fimm og stuðningsfulltrúann en einstaklingsviðtal við sérkennarann og fimm af þessum sjö svöruðu könnun. Þá var tekið viðtal við verkefnisstjórann (karl) sem kom að verkefninu í upphafi. Seinna starfsárið voru áfram fimm úr upphaflega kennarahópnum (3 konur og 2 karlar) og einn nýr kennari (karl) hafði bæst í hópinn. Tekið var hópviðtal við þau í lok haustannar en einstaklingsviðtöl í lok vorannar. Þá var tekið viðtal við skólastjórann (konu) í lok síðara starfsársins en með henni í viðtalinu var einn kennarinn og starfsmaður skrifstofu skólans.

1.1.3        Foreldrar

Foreldrar fyrra árgangsins tóku þátt í könnun í loka beggja skólaáranna. Þátttökuhlutfall var 72% 2012 og 45% 2013. Foreldrar seinna árgangsins tóku þátt í könnun í lok síðara skólaársins 2013. Þátttökuhlutfall var 63%. Þátttökuhlutfall í könnunum foreldra virtist í öfugu hlutfalli við þátttöku nemenda. Nánari upplýsingar um þátttöku í könnuninni er að finna í Fylgiskjali A.

1.1.4        Aðrir

Námsgagnastofnun, Epli.is og Reykjavíkurborg voru aðilar að þróunarverkefninu og tekin voru viðtöl við einn til þrjá fulltrúa þeirra í lok hvors starfsárs, sjá nánar í töflu 1. Þá var einnig tekið viðtal eftir að þróunarverkefninu lauk við sérfræðing í kennslufræðum og skólaþróun við Menntavísindasvið.

1.2        Gögn, gagnaöflun og úrvinnsla

1.2.1        Viðtöl við nemendur, starfsfólk og aðra aðila

Viðtalsrammar voru gerðir fyrir viðtölin sem voru hálfopin. Spurningar voru hannaðar af höfundum þessarar skýrslu til að afla upplýsinga sem gætu varpað ljósi á tilurð og innleiðingu verkefnis og hvernig það hefði gengið út frá sjónarhóli þátttakenda í rannsókn og samstarfsaðila. Viðtalsrammana fyrir viðtölin má sjá í Fylgiskjali C. ATH viðtal við skólastjóra ?
Í nær öllum tilvikum tóku höfundar þessarar skýrslu viðtölin, báðar eða önnur, og voru þá viðtölin tekin upp í heild sinni. Undantekning voru einstaklingsviðtöl við nemendur í nóvember 2012 en þá sáu framhaldsnemar um þau (þrjár konur og einn karl). Konurnar skiptu á milli sín viðtölum við stúlkurnar en karlinn tók viðtölin við drengina. Viðtalið í heild var ekki tekið upp. Framhaldsnemarnir skráðu niður svör á þar til gert eyðublað og tóku myndir af skjám spjaldtölvanna (með leyfi nemenda). Þar kom fram hvaða smáforrit voru á tölvunum og hvernig þau voru flokkuð. Þá var nemendum boðið að sýna áhugaverðustu notkun spjaldtölvanna að eigin mati og voru þá tekin 34 myndskeið af 20 nemendum sem samþykktu það. Um var að ræða 16 myndskeið þar sem drengir voru að sýna það sem þeim þótti áhugavert og 18 myndskeið hjá 14 stúlkum. Vorið 2012 var hins vegar um að ræða hópviðtöl við nemendur sem höfundar þessarar skýrslu tóku fyrir páskaleyfi þar sem nemendur voru í níu tveggja til fjögurra manna hópum. Um var að ræða fimm stúlknahópa og þrjá drengjahópa. Einn hópur var blandaður með fjórum nemendum sem ekki höfðu verið í skólanum þegar hin viðtölin fóru fram og var það viðtal tekið eftir leyfið. Vorið 2013 ræddu höfundar aftur við nemendur í hópum (4 stúlknahópa en 5 blandaða). Eins og áður hefur komið fram voru tekin viðtöl við kennara og annað starfsfólk á hverri önn og við samstarfsaðila í lok beggja skólaára. Í töflu 1 sést hvenær viðtöl fóru fram og hvort um einstaklings- eða hópviðtöl var að ræða.

 

Viðtalsgögn voru slegin inn í textaskjöl og svör kóðuð og flokkuð. Höfundar nutu aðstoðar framhaldsnema við það að hluta. Í tilviki einstaklingsviðtala við nemendur vorið 2013 kom mjög mikið af upplýsingum um smáforrit (um 550 talsins) og voru nokkrir framhaldsnemar sem aðstoðuðu við úrvinnslu og flokkun þeirra gagna. Rýnt var í skjámyndir, nöfn smáforrita fundin og þau slegin inn í Excel skjal. Forritin voru flokkuð og þeim lýst.. og… Reiknaður var út meðalfjöldi forrita á tölvu eftir kyni. Myndbandsupptökur úr einstaklingsviðtölum við nemendur voru skoðaðar. Valin myndbönd voru flokkuð eftir námsgreinum og/eða tegundum forrita og tekin úr þeim dæmi til birtingar.

1.2.2        Kannanir meðal nemenda, foreldra og kennara

Könnun um notkun smáforrita var einblöðungur með nöfnum þeirra forrita sem voru á spjaldtölvunum í upphafi verkefnis. Hægt var að skrá önnur forrit sem bæst hefðu við í sama dálki. En í dálkum til hliðar átti að merkja við hvort forritin væru nýtt heima, í skóla, í hvaða námsgrein og/eða í hvaða tilgangi. Nemendur í fyrri árganginum fengu eyðublaðið í hendur í lok fyrsta viðtals og voru beðin um að fylla það út og koma til kennara. Um var að ræða 43 smáforrit sem gefin voru upp og tók framhaldsnemi að sér að hlaða öllum forritum inn, skoða þau, lýsa þeim og greina samkvæmt gátlista Harry Walker/Kathy Schrock.[4]

 

Spurningalistakannanir sem að mestu voru byggðar á könnunum Evrópska skólanetsins (European School Network, 2012) voru lagðar fyrir nemendur og foreldra þeirra í lok skólaárs 2012 og 2013.[5]  Foreldrar voru meðal annars spurðir til hvers spjaldtölvan hefði verið nýtt og um viðbrögð barna sinna og þeirra sjálfra við verkefninu og áhrif af notkun spjaldtölva á barnið. Nemendur voru spurðir um notkun spjaldtölva innan og utan skólan, áhyggjur og áhuga varðandi notkun, áhrif notkunar á ýmsa þætti og reynslu af verkefninu. Allar spurningar og niðurstöður beggja ára má sjá í Fylgiskjölum A og B. Sambærileg könnun frá Evrópska skólanetinu fyrir kennara var eingöngu lögð fyrir í lok árs 2012 (óþýdd á ensku). Spurningar og niðurstöður hennar má sjá í áfangaskýrslu (Sólveig Jakobsdóttir o.fl., 2012, Fylgiskjal C).

1.2.3        Vettvangsathuganir

Höfundar skýrslunnar fóru nokkrum sinnum í óformlegar skólaheimsóknir og tóku myndir og myndskeið. Vettvangsathuganir voru gerðar með formlegri hætti í apríl og nóvember 2012 með þátttöku framhaldsnema við Menntavísindasvið. Einn framhaldsnemi gerði vettvangsathuganir 18. og 19. apríl, skráði dagbók, gerði uppdrátt að námsrýminu og tók myndskeið þar sem nemendur og kennarar sýndu hvernig þeir nýttu spjaldtölvuna. Hún gerði myndband til að gefa innsýn í tölvunotkunina. Fjórir framhaldsnemar gerðu vettvangsathuganir í vikunni 12. til 16. nóvember 2012 eftir að þau höfðu tekið viðtöl við nemendur. Þeir skiptu með sér viðkomandi dögum (sjá töflu X).

 

Tafla X. Skólaheimsókn framhaldsnema í nóvember 2012. Viðvera og vettvangsathuganir.

Tími

12. nóv

13. nóv

14. nóv

15. nóv

16. nóv

08:10 – 08:30

bsf, ga,*

Starfsdagur

bsf, ia

bsf, gb

ia, ga, gb: V9

08:30 – 09:30

bsf, ga,

bsf og ia

bsf, ia

bsf, gb: V4

ia, ga, gb

09:40 – 10:40

bsf, ga:V1

bsf, ia

bsf, gb: V5

ia, ga:V10, V11, gb

11:00 – 12:00

bsf, ga,

bsf, ia: V2

bsf, gb: V6

ia: V12, gb: V13, ga: V14

 

ga: V7

12:40 – 13:40

ia: V3

ga: V7, V8

ia, ga, gb

13:40 -14:00

 

ia

ga

14:10 – 15:39

 

* bsf=Bryndís S. Friðgeirsdóttir, ga=Guðmundur Ásgeirsson, ia=Ingibjörg Arnarsdóttir, gb=Guðbjörg Bjarnadóttir.

 

Í töflunni kemur fram hvenær rannsakendur voru í skólanum og á hvaða tímum  vettvangsathuganir voru gerðar en þær voru 14 talsins. Ekki voru gerðar athuganir 13. nóvember þar sem þá var starfsdagur.

 

Athugun

Námsgrein

Dagsetning

Athugun stendur yfir

Athugandi

V1

Náttúrufræði

12.11.

10:15-10:40

V2

Náttúrufræði

14.11.

11:05-12:00

IAA

V3

Danska

14.11.

12:55-13:45

IAA

V4

Smiðja

15.11.

08:30-9:30

GB

V5

Smiðja

15.11.

09:40-10:40

GB

V6

Enska

15.11.

11:05-12:00

GB

V7

Stærðfræði

15.11.

11:50-13:25

V8

Íslenska, málfræði

15.11.

12:41-13:45

V9

Samfélagsfræði (Maður og menning)

16.11.

08:10-09:30

GB

V10

Samfélagsfræði (Maður og menning)

16.11.

09:58-10:04

V11

Samfélagsfræði (Maður og menning)

16.11.

10:37-10:42

V12

Samfélagsfræði (Maður og menning)

16.11.

11:02-12:05

IAA

V13

Íslenska

16.11.

11:00-12:00

GB

V14

Íslenska

16.11.

11:30-11:37

 

Gerður var nákvæmari uppdráttur af námsrýminu, teknar voru myndir og myndskeið og gögnum safnað um stundaskrá. Þrír framhaldsnemanna tóku að sér að fylgjast með einum nemenda í hverri kennslustund (sem þeir þekktu áður úr viðtölum) og kanna hvernig hann notaði iPad spjaldtölvuna sína í kennslustundum.  Einn framhaldsneminn fylgdist hins vegar með hópnum í heild sinni alla dagana sem hún var viðstödd, gekk á milli kennslustofa og skráði niður hvað fór fram í hverri kennslustund, hvar nemendur voru í kennslustofunni, hvaða forrit og tól þau notuðu á meðan kennslustundinni stóð.  Hver rannsakandi skráði niður lýsingar og gögnum var svo safnað saman og sett í sameiginlegt skjalasafn. Helstu niðurstöður voru teknar saman. Höfundar þessarar skýrslur fóru yfir gögnin. Þau voru kóðuð, myndskeið skoðuð og valin til að gefa innsýn í skólastarfið.

1.3        Siðferðileg álitamál

Skólinn kynnti þróunarverkefnið fyrir viðkomandi foreldarahópum sem vissu þá af því að matsrannsókn væri hluti af verkefninu. Gert var ráð fyrir í upphafi að almennt leyfi sem foreldrar barna í Norðlingaskóla gefa varðandi myndatökur í skólastarfinu gilti einnig vegna matsins. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar sem gerði athugaemd varðandi söfnun gagna í formi mynda og kvikmynda og hugsanlegar myndbirtingar. Því voru fengin undirrituð leyfi (sjá fylgiskjal X) frá foreldrum allra nemenda fyrir söfnun og hugsanlega birtingu upplýsinga af þessum toga. Nemendur allra 29 þátttakenda í fyrri árganginum undirrituðu leyfi af þessum toga og foreldrar flestra þátttakenda úr síðari árganginum.


[1] Einn drengur í árganginum sem samanstóð af 30 nemendum tók ekki þátt í þróunarverkefninu í þessum árgangi (að eigin vali). Því voru þátttakendur í upphafi í verkefninu 29, 20 stúlkur og 9 drengir. Smávægilegar breytingar urðu milli skólaára. Ein ný stúlka kom í árganginn á meðan einn nemandi hætti á vormisseri 2013 en hann tók þó þátt í viðtölum haustið 2012. Því voru 30 þátttakendur fyrir áramót en 29 eftir áramót.

[2] Um var að ræða 18 stúlkur og 20 drengi.

[3] Samkvæmt upplýsingum frá skólastjóra voru nemendur á þeim tíma orðnir leiðir á að taka þátt í alls kyns öðrum könnunum og óþreyjufullir að komast í sumarfrí. Það hafði líklega neikvæð áhrif á þátttöku.

[5] Þær voru byggðar á könnunum sem Evrópska skólanetið notaði til að meta verkefni sem byggðist á 1:1 kennslufræði. Sjá nánari upplýsingar í áfangaskýrslu (Sólveig Jakobsdóttir o.fl. 2012).