Wikipedía alfræðiritið varð 10 ára 15. janúar 2011. Í tilefni var haldin á Íslandi málstofa og vinnustofa þar sem fræðimenn og leikmenn fjölluðu um Wikipedia,  vinnu nemenda og kennara í wikikerfum og opin

rannsóknar- og kennslugögn.   Skipuleggjendur málstofunnar voru auk RANNUM, Wikipedians in Iceland, Isfoss (Icelandic society for open source in education and OER), FSFI (Icelandic society for digital freedom). Átti Salvör Gissurardóttir, einn stofnaðila RANNUM, veg og vanda af því að skipuleggja atburðinn.

450px-Wikipedia10_Reykjavik_Iceland_cake_10

Við byrjuðum með nokkrum stuttum erindum og umræðum í stofu L303  á  3. hæð í Listgreinahúsi í Skipholti 37  kl. 10 en veittum svo aðstoð þeim sem vildu spreyta sig á að skrifa pistla í íslensku Wikipediu.

Við hvetjum fræðimenn og stúdenta að kynna sér hvernig Wikipedia vinnur og læra að skrifa greinar. Sérstaklega viljum við hvetja  háskólafólk til að kynna sér hvernig háskólanemendur geta skrifað saman undir handleiðslu kennara fræðsluefni og fræðilegar greinar í Wikipedia.

Nánari upplýsingar um afmælisdagskránna eru á þessari slóð:

http://ten.wikipedia.org/wiki/Reykjavik

Þessi viðburður var einn af yfir 350 viðburðum sem voru víða um heim til að fagna 10 ára afmæli Wikipedia þennan dag.