Erindi 27. september kl. 14.00-16.00 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð – Bratta
Dr. Ross J. Todd dósent við Rutgers University í New Jersey er mörgum að góðu kunnur en hann hefur verið vinsæll fyrirlesari á sviði upplýsinga- og miðlalæsis og afar ötull á sviði rannsókna og skrifa. Hann hefur lengi unnið að málum skólasafna, ekki bara í Bandaríkjunum heldur víða um heim, og hefur ekki síst beint sjónum að því hvernig gera megi skólasafnið sem upplýsingaver að hjarta skólans. Todd mun flytja erindi á Landsfundi Upplýsingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga sem haldinn verður í Turninum í Kópavogi dagana 27.–28. september. Sýn hans á upplýsinga- og miðlalæsi er mjög í takt við nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla og grunnþætti menntunar. Málstofan er einkum ætluð skólafólki, skólastjórnendum, kennurum í grunn- og framhaldsskóla, kennaranemum og öllum þeim sem koma að menntun barna á sviði upplýsinga- og miðlalæsis. Aðgangur er ókeypis en hægt er að skrá sig til þátttöku.

RANNUM, rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Félag fagfólks á skólasöfnum
3f,  Félag um upplýsingatækni og menntun