Etienne og BeverlyRannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun hefur haft frumkvæði að því að bjóða Etienne Wenger og Beverly Trayner til landsins í byrjun október. Þau halda sameiginlegan opinberan fyrirlestur 4.október kl. 11:05-12:05 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Erindið ber heitið: Social learning spaces in landscapes of practice. Þau Beverly og Etienne hafa þróað áhugaverða aðferð við að halda erindi saman þar sem þau leitast við að gera flutninginn lifandi með samtali. Eftir fyrirlesturinn bjóða þau upp á vinnustofu á Hótel Sögu (í salnum Kötlu II) kl. 13:00-15:40. Þar er gefinn kostur á að kynnast hugmyndum þeirra betur og ræða við þau. Mikill ávinningur er að kynnast kenningum um starfssamfélög og hugmyndum um notkun samfélagsmiðla í því samhengi. Þær fjalla um hvernig beita má samvinnu á markvissan hátt til að byggja upp þekkingu innan fyrirtækja, stofnana og samtaka og dreifa henni. Þessar hugmyndir hafa mikið hagnýtt gildi í tengslum við starfsþróun, nám og kennslu og hljóta að eiga erindi til fjölmargra hópa og einstaklinga innan Háskóla Íslands og utan. Ókeypis er að sækja erindið og vinnustofurnar sem eru hluti af ráðstefnu um upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu sem haldin er í samvinnu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, NVL (Nordic Network for Adult Education) og Menntavísindasviðs.  Nánari upplýsingar.