Rannís hefur veitt tæplega 6 milljón króna styrk til verkefnisins: Starfshættir í grunnskólum sem Gerður Óskarsdóttir mun stýra. RANNUM er meðumsækjandi fyrir verkefnið og mun koma að því. Markmið verkefnisins er að veita yfirsýn yfir núverandi starfshætti í íslenskum grunnskólum, með áherslu á þróun í átt til náms við hæfi hvers og eins. Niðurstöður skapi undirstöðu fyrir þróunarstarf á vegum sveitarfélaga og einstakra skóla til að auka gæði og árangur námsins, undir handleiðslu rannsóknarhópsins. Niðurstöður myndi gagnabanka fyrir langtímarannsókn. Þá mun líkan um þróun starfshátta í grunnskólum verða þannig úr garði gert að það gagnist skólum sem best við sjálfsmat og sem rammi um umbótastarf. Meðal rannsóknarspurninga eru:

1. Með hvaða hætti hefur starfsfólk skóla lagað nám og kennslu að breytingum í samfélaginu, þ.e. hvernig er skólinn sem varð til í iðnaðarsamfélaginu að breytast og laga sig að upplýsinga- og þekkingarsamfélaginu/sköpunarsamfélaginu?