RANNUM stóð fyrir tveimur málstofum á Menntakviku – árlegu þingi Menntavísindasviðs í aðalbygginu sviðsins í Stakkahlíð 6. október sl.

Útsending var frá málstofum okkar á https://c.deic.dk/ut og þær teknar upp að venju.

Glærur og upptökur má nálgast á
https://rannum.hi.is/menntakvika/menntakvika-2017/

Málstofa um opið netnám, stafræna tækni og starfsþróun kl. 9-10:30

  • Tryggvi Thayer: Eru MÚKK framtíð háskólanáms?
  • Sólveig Jakobsdóttir: Opin netnámskeið um stafræna borgaravitund
  • Guðmundur Ingi Markússon: eTwinning: Starfsþróun kennara, færni nemenda og stafræn borgaravitund
  • Bernharð Antoníusson og Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Hákon Hákonarson og Arnar Úlafarsson: Opnar kennslubækur – hagur nemenda og kennara

Málstofa um Makerspaces í menntun ungra barna kl. kl. 13:15-14:45

  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir: Gerver og framtíðarmöguleikar
  • MakEY-hópurinn: Makerspaces á Íslandi: Hver eru viðhorf kennara ungra barna og fagfólks á söfnum og í nýsköpunarsmiðjum?
  • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir o.fl.: Makerspaces í grunnskólum?
  • Þórdís Sævarsdóttir: Uppfinningaskóli Innoent

Einnig er margt fleira áhugavert í boði á Menntakviku – kynnið ykkur endilega dagskránna.