Málstofa á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun og Rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands var haldin
4. september 2017, kl. 15:00 í H205 (útsending á https://c.deic.dk/ut)

Á málstofunni flutti Dr. Robyn Henderson fræðimaður við University of Southern Queensland erindi um rannsóknir sínar á undanförnum 17 árum sem tengjast læsi barna farandverkafólks í Ástralíu og hvernig kennarar sinna þörfum barna sem flakka á milli skóla. Hún ræddi um kennsluhætti sem geta stutt „nýju” börnin í kennslustofunni og tengdi þær niðurstöður við móttöku og menntun barna innflytjenda og flóttafólks. Hér má nálgast glærur og upptöku af erindi hennar. Glærur Robyn Henderson  Upptaka af erindi.

 Kids who move: Researching schooling for mobile students; rethinking pedagogy

 This seminar traces 17 years of research about mobile farm workers’ school-aged children in the Australian context. This research began with an investigation into the the literacy learning of this particular group of mobile students. While the initial research highlighted the way that deficit discourses about mobile students circulated in schools and communities, later research has started to identify positive stories about how teachers cater for mobile students and about the types of pedagogies that might support ‘new’ students in classrooms. The thinking around ‘new’ students also relates to immigrant and refugee students, as they too are ‘new’ students who move into school contexts.

Fræðistörf Dr. Robyn Henderson tengjast meðal annars þróun læsis, stafrænu læsi, félagslegu réttlæti og starfsþróun.

Hún ritstýrir tímaritinu Literacy Learning: The Middle Years á vegum samtakanna Australian Literacy Educators’ Association

Nánari upplýsingar um hana má finna á

https://staffprofile.usq.edu.au/profile/Robyn-Henderson