Rannsóknarstofan RannKyn við Menntavísindasvið hefur staðið að fundum um jafnréttisstoðina í námskrám og samþættingu kynjasjónarmiða (e. gender-inclusion) í skólastarfi í samstarfi við Rannsóknarstofur Menntavísindasviðs á viðkomandi rannsóknarsviðum og verkefnisstjóra Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Næsti fundur verður um kennslu í upplýsingatækni og miðlun í samvinnu við RANNUM miðvikudaginn 19. mars, kl. 14:30-16 í H001 aðalbyggingu Menntavísindasvið HÍ/Stakkahlíð. Sjá nánar á viðburðarvef Háskóla Íslands.