UT-torg var opnað formlega og kynnt á ráðstefnu áhugafólks um skólaþróun 14.ágúst sl. Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, meistaranemi við HÍ og Þorbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri Tungumálatorgs (báðar í stjórn RANNUM) tóku það að sér.
UT-torg er verkefni í mótun sem sprettur upp með virkum tengslum vettvangs, fræðsamfélags, fagfélaga og áhugasamra einstaklinga víða um land. Markmið þess er að styðja við notkun upplýsingatækni í námi og kennslu, símenntun skólafólks og upplýsingamiðlun um tækni- og skólaþróun. UT-torg er eitt af torgunum á MenntaMiðju sem hefur það hlutverk að veita nýjum starfssamfélögum í menntageiranum stuðning. Aðilar að miðjunni eru tilbúnir að deila þekkingu sinni, starfsvenjum og reynslu við þróun starfssamfélaga. Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í uppbyggingu torgsins. Allar ábendingar, hugmyndir og skoðanir eru vel þegnar. RANNUM hvetur alla aðila sína og annað áhugafólk um nýtingu UT í menntun að vera virkt í þeirri uppbyggingu.
UT-torg opnað og kynnt
Categorized in Áhugaverð verkefni