Málstofa RANNUM í stofu E303, aðalbyggingu Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð
kl. 15:30-17 6.12.2012

Málstofustjóri: Torfi Hjartarson

Dagskrá – drög

15:30 Tölvunarfræðinám í Háskóla ÍslandsUpptaka
Snorri Agnarsson prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ
Lýst verður þróun nemendafjölda í tölvunarfræði við HÍ, hvernig nemendum hefur reitt af í námi, hve mikið brottfall hefur verið á fyrsta ári og hvernig kynjahlutföll hafa þróast. Rætt verður um undirbúning nemenda og hvernig hugsanlegaværi hægt að bæta hann.

15:50 Forritunarkennsla í grunnskólum ReykjavíkurUpptaka
Flosi Kristjánsson verkefnastjóri við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar (SFS)
Sagt verður frá stöðu forritunarkennslu í grunnskólum Reykjavíkur (könnun Rannsóknar- og tölfræðiþjónustu SFS) og vinnu starfshóps sem vinnur að því að móta tillögur um það hvernig efla megi kennslu í forritun í grunnskólum.

16:10 FFF- Forritun í fortíð og framtíð – Upptaka af erindi og umræða um það og fyrri framlögin

Sigurður Fjalar Jónsson formaður 3f – félags um upplýsingatækni og menntun (3f – stóð upphaflega fyrir Félag forritara í fræðslugeiranum)
Skoðaður verður hlutur forritunar í námskrám grunn- og framhaldsskóla og horft til framtíðar.

16:30 Umræða