Málstofa RANNUM í stofu E301, aðalbyggingu Menntavísindasvið HÍ v/Stakkahlíð
22.11. kl. 15-17 22.11.2012

Málstofustjóri: Torfi Hjartarson

Dagskrá

15:00 Forrit.net – forritunarkennsla í dreif/fjarnámiUpptaka
Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri, Fjölbrautaskóla Suðurlands, ragnar@fsu.is
Kynning á fyrirkomulagi forritunarnáms hjá forrit.net sem fer fram staðbundið, í dreifnámi og í fjarnámi. Möguleikar sem þetta opnar fyrir nemendur og skóla verða skoðaðir.

15:20 FLL og MindstormsUpptaka
Jenný Ruth Hrafnsdóttir, framkvæmdastjóri Krumma, jenny@krumma.is
Kynning um gildi FLL (First Lego League) hönnunarkeppninnar en hún miðar að því að vekja áhuga grunnskólanema á tæknihönnun og forritun. Jafnframt verður Mindstorms kynnt sem er notað í FLL í tæknihönnun og forritun.

15:40 Stígum skrefið – Forritunarkennsla í grunnskólumUpptaka
Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema, rakel@skema.is
Í erindinu verður fjallað um: Áhrif sem forritunarkennsla hefur á börn; hvernig grunnskólar og kennarar geta stigið skrefið (aðferðafræði, tól og tæki); Reynslusögur kennara, nemenda og foreldra

16:00 Forritunarkennsla í 5.bekk í Lágafellsskóla
Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir, kennari Lágafellsskóla, gudruningib@lagafellsskoli.is
Guðrún hafði engan grunn í forritun en fór á námskeið sl. sumar hjá Skema og ákvað í framhaldi að því að kenna forritun.  Hún segir frá reynslu sinni í að kenna 5. bekk forritun og nota Alice.

16:20 Það er leikur að læra ScratchUpptaka
Salvör Gissurardóttir, lektor Menntavísindasvið HÍ, salvor@hi.is og Linda Björg Pétursdóttir, kennari í Hlíðaskóla
Kynning á forritunarmálinu Scratch, námssamfélaginu scratch.mit.edu og hvernig börn geta gert einfalda tölvuleiki, margmiðlunarsögur  og  hannað stýringar með Scratch. Linda segir frá starfi með 9 ára börnum í Hlíðaskóla.

16:40  Umræða og kynning framhaldsmálstofu í desember.