Sólveig Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns Landspítalans flutti erindi á málstofu á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) 29.nóvember 2012. Hún fjallaði um hlutverk opins aðgangs að rafrænu efni og hvaða gildi hann hefur fyrir rannsóknar- og háskólasamfélagið. Þá var fjallað um innleiðingu opins aðgangs og í því samhengi um yfirlýsingar um opinn aðgang (t.d. Berlínarsamþykktin) og stefnumótun um aðgang að rannsóknarniðurstöðum kennara, nemenda  og sérfræðinga. Skoðað var hlutverk háskóla – og sérfræðibókasafna varðandi opinn aðgang.  Einnig var fjallað um rekstur rafrænna gagnasafna, s.s. Skemmuna http://www.skemman.is og Hirsluna http://www.landspitali.is. Upptaka af erindi í Adobe Connect   og  glærur (pdf)