Ráðstefna um upið menntaefniVið vekjum athygli á ráðstefnu um opið menntaefni (open educational resources, OERs) sem fyrirhugað er að halda 21.nóv. nk. í Hörpu. Opið menntaefni felur í sér lýðræðislega þróun á námsefni og verkfærum sem geta hentað vel í kennslu og nú er nýútkomin skýrsla á vegum UNESCO um opið menntaefni. Á ráðstefnunni verða erlendir fyrirlesarar en hér er kallað eftir framlögum (ágripum) fyrir 7. nóvember frá áhugasömum fræðimönnum, kennurum, námsefnishöfundum og öðrum sem hafa þekking og reynslu á þessu sviði. Sjá auglýsingu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Menntavísindasvið HÍ, RANNUM og 3f. Í von um jákvæð viðbrögð og góða þátttöku á ráðstefnunni.