Sett hefur verið upp netsamfélag fyrir þá stunda rannsóknir, kennslu og nám á sviði UT og miðlunar í menntun. Sjá http://utmidlun.ning.com. Þar er hægt að mynda undirhópa og hefur einn slíkur verið settur upp fyrir RANNUM. RANNUM-stofnaðilar eru hvattir til að skrá sig inn á svæðið. Mikil þróun er nú að eiga sér stað varðandi nýtingu alls kyns kerfa til uppbyggingar netsamfélaga. Flestir á Íslandi eru þegar komnir með reynslu af að nýta Facebook kerfið og er NING á margan hátt svipað að uppbyggingu en sérstaklega ætlað til notkunar í menntageiranum. Áhugaverð málstofa var á Netinu sl. nótt þar sem skoðuð var þróun á þessu sviði. Hægt er að nálgast upptökur af þeim kynningum og umræðum sem fram fóru: Social Media: Trends and Implications for Learning.
http://AACE.org/GlobalU/seminars/socialmedia/. Faculty: George Siemens – Learning Technologies Centre, Univ. of Manitoba, Canada