Málstofa um DIVIS – Evrópuverkefni um notkun myndbandagerðar í tungumálanámi verður í boði RANNUM (Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun) og RANNMÁL (Rannsóknarstofu um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls). Meðlimir í DIVIS rannsóknarhópnum segja frá verkefninu og fyrstu niðurstöðum þess. Aðalframsögumaður: Michael Dal, lektor við Háskóla Íslands.
Staðsetning: H202, aðalbygging Menntavísindasviðs í Stakkahlíð. Kl. 12-13.