Árleg ráðstefna 3f – félags um upplýsingatækni og menntun – verður haldin í samstarfi við RANNUM 2. október 2009 í Háskóla Íslands. Að þessu sinni verður megin viðfangsefnið skapandi skólastarf. Fjallað verður um opnar og margbreytilegar leiðir sem færar eru í námi og kennslu, en árið 2009 er einmitt ár skapandi hugsunar og nýsköpunnar í Evrópu. Skráning er hafin á vef ráðstefnunnar http://radstefna.webs.com/
Vonast er eftir góðri þátttöku – ekki síst úr röðum RANNUM aðila.