Í þessari málstofu 16.4. 2024 kl. 15:30-16:30 á vegum RANNUM mun Dr. Debra Hoven prófessor við Athabasca háskólann í Kanada kynna þróun og notkun stafrænna ferilmappa í námi meistara- og doktorsnema. Hún segir frá niðurstöðum rannsókna sinna á þessu sviði og býður upp á umræðu um gagnsemi stafrænna ferilmappa í háskólanámi. Erindið verður í aðalbyggingu Menntavísindasviðs í Stakkahlíð en einnig á Zoom.