RANNUM hefur tekið þátt í rannsóknarnetinu Digichild á undanförnum árum. Í sumar kom út bókin Nordic Childhoods in the Digital Age – Insights into Contemporary Research on Communication, Learning and Education. Bókin er í opnu aðgengi. Meðal ritstjóra er Sólveig Jakobsdóttir og meðal höfunda eru Skúlína H. Kjartansdóttir og Gísli Þorsteinsson með kaflann Ideation, playful learning, and making in a Minecraft Virtual Learning Makerspace. Einnig er kaflinn Digital language contact between Icelandic and English í bókinni eftir Dagbjörtu Guðmundsdóttur, Sigríði Sigurjónsdóttur og Iris Nowenstein.