Learning across contexts in the knowledge societyVekjum hér með athygli á  bókinni Learning across contexts in the  knowledge society sem var að koma út í janúar 2016 og er afrakstur úr norræna rannsóknarnetinu NordLAC sem RANNUM hefur verið aðili að. Þuríður Jóhannsdóttir er meðal ritstjóra bókarinnar og Skúlína Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir eru höfundar eins kaflans Interacting with the world: Learners developing identity and agency through boundary crossing in mobile learning.  Marga aðra áhugaverða kafla er að finna í bókinni, t.d. í 3. hluta bókarinnar þar sem þemað er tengt nýtingu stafrænna verkfæra: Agency and engagement using digital tools. Þeir sem hafa áhuga á að fá sér eintak af bókinni geta gert það t.d. á vef SensePublishers, http://tinyurl.com/juyg2e3