Hvernig skóla eða skólakerfi myndir þú hanna til að takast á við áskoranir 21. aldar? Hvaða tækninýjungar munu hafa áhrif á menntun í framtíðinni og hvernig ætlar þú að nýta þær?

MenntaMiðja og RANNUM halda hönnunarsmiðju þar sem þátttakendur fá að kynnast hvernig hönnunarnálgun er notuð í stefnumótun skólamála (sjá frekar um hönnunarnálgun og hönnunarsmiðjur hér). Hönnunarsmiðjan er skipulögð í samvinnu við Virajita Singh, sérfræðingur í hönnunarnálgun frá Háskólanum í Minnesóta, sem verður á staðnum til að leiða vinnu þátttakenda. Þátttakendur munu velta fyrir sér framtíð tækniþróunar og mögulegum áhrifum hennar á menntun. Hugmyndir um skóla framtíðar verða mótaðar í skapandi samstarfi með fjölbreyttum hópum hagsmunaaðila.

Tími:
20. nóvember, 2013 frá kl. 10-15. Þátttakendur geta valið um að vera allan daginn eða hálfan daginn (fyrir eða eftir hádegi).

Staður:
Hlaðan í Gufunesbæ

Hverjir eiga að taka þátt?
Hönnunarsmiðjan er opin öllum sem hafa áhuga á þróun upplýsingatækni og menntunar.

Verð:
Heill dagur (kaffi og léttur hádegisverður innifalinn): kr. 6.500
Hálfur dagur (2 klst. fyrir eða eftir hádegi): kr. 4.000
Háskólastúdentar (allir háskólar): kr. 4.000

Hönnunarsmiðjan er styrkt af Kennslumálasjóði HÍ og Global Programs and Strategy Alliance Háskólans í Minnesóta.