SHH

Valgerður Stefánsdóttir og Davíð Bjarnason, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra flytja erindið Tákn á takteinum – opinn hugbúnaður og aðgangur að menntaefni á málstofu RANNUM kl. 12-13 28.febrúar í stofu H101.  Rætt verður um nýtt verkefni Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH), SignWiki. SignWiki (http://is.signwiki.org) er opið upplýsingakerfi þar sem námi og orðabók á táknmáli er miðlað í tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.  Þróun kerfisins byggir á opnum hugbúnaði (MediaWiki) og eitt af markmiðum okkar er að  þær lausnir sem þróaðar eru megi nýta við miðlun táknmáls annars staðar í heiminum. Rætt verður stuttlega um tæknilegar útfærslur kerfisins og farið yfir virkni þess. Þá verður núverandi notkun þess í kennslu rædd svo og framtíðarmöguleikar. Einnig verður vikið að nýsköpunargildi verkefnisins í samhengi menntamála almennt í s.s. í tengslum við farnám (e. mobile learning) og hugmyndum um opið aðgengi að menntaefni og notkun á frjálsum hugbúnað.

Guðrún Cuttita í heimsókn í San Diego State University

Guðrún Cuttita í heimsókn í San Diego State University

Síðar sama daga kl. 15.00-15.40 verður önnur málstofa á vegum RANNUM. Guðrún Margrét Sólonsdóttir kennari við Garðaskóla fékk styrk úr sprotasjóði á síðasta ári vegna verkefnis um nýtingu þrívíddarumhverfisins Second Life í samfélagsfræðikennslu í Garðaskóla. Hún mun segja frá verkefninu.

Stefnt er að því að málstofurnar báðar verði einnig í boði í Adobe Connect https://frea.adobeconnect.com/ut
Þær eru haldnar í tengslum við staðlotu á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu.