23. febrúar
Rafrænt einelti
Kristrún Birgisdóttir, fyrir hönd SAFT (Samfélags, fjölskyldu og tækni, http://www.saft.is/)

Rætt verður um helstu boðleiðir og tegundir rafræns eineltis. Fjallað er um þolendur, gerendur og afleiðingar rafræns eineltis. Kynntar verðar niðurstöður rannsóknar og skoðuð orðræða um rafrænt einelti.
Upptaka af málstofu

23. mars
Kennsla í upplýsingalæsi á háskólastigi
Astrid Margrét Magnúsdóttir forstöðumaður upplýsingasviðs Háskólans á Akureyri

Fjallað verður um hvernig kennslu og þjálfun í upplýsingalæsi er háttað við Háskólann á Akureyri. Mikil áhersla er lögð á kennslu og þjálfun nemenda háskólans í upplýsingalæsi og er sú kennsla í umsjón bókasafns háskólans. Einnig verður starfsemi NordINFOLIT (http://www.nordinfolit.org/) kynnt en það er samstarfsvettvangur um upplýsingalæsi á Norðurlöndunum.

13. apríl

Söfnun, úrvinnsla og miðlun rannsóknarniðurstaðna með notkun vefsins
Kristján Ketill Stefánsson stundakennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ

Í þessari kynningu verða skoðaðir notkunarmöguleikar Internetsins við söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga sem nýst geta skólum við sjálfsmat og þróunarstarf. Vefkerfið Skólapúlsinn www.skolapulsinn.is verður kynnt og sett í samhengi við hugmyndafræði langtíma- og samtímamælinga í skólaþróun. Nokkurra vikna gamlar mælingar verða einnig kynntar úr skóla sem gefið hefur leyfi til slíkrar birtingar.

18. maí

Tölvustutt tungumálanám
(Málstofa í samvinnu við RANNMÁL (Rannsóknarstofa um nám og kennslu erlendra tungumála og annars máls)
Michael Dal, Samuel Lefever og Robert Berman