Þróun stafræns námsefnis sem dæmi um nýsköpun í íslensku skólakerfi: niðurstöður OECD/CERI rannsóknar
Digital learning resources as systemic innovation: some results from an OECD/CERI study in Iceland

Flytjandi: Dr. Allyson Macdonald, prófessor

Í erindinu, sem flutt verður á ensku, verður fjallað um niðurstöður nýútkominnar bakgrunnsskýrslu sem unnin hefur verið sem hluti af verkefni á vegum OECD/CERI. Skýrslan fjallar um þróun stafræns námsefnis og hvata og stuðning til slíkrar þróunar í skólakerfinu. Í erindinu verður gert grein fyrir niðurstöðum úr íslenska hluta verkefnisins. Fjallað verður m.a. um stefnu hér á landi og hvernig gengið hefur að styðja við verkefni tengd nýsköpun stafræns efnis og halda þeim gangandi. Skoðuð eru sérstaklega verkefni tengd tungumálakennslu og helstu gáttir að stafrænu námsefni.

Fyrirlesturinn er á vegum RANNUM og fer fram miðvikudaginn 29.4. í Bratta, fyrirlestrarsal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð milli kl. 16 og 17. Fyrirlesturinn er tekinn upp og hægt er að horfa á hann á http://sjonvarp.khi.is. Glærur Allyson er hægt að nálgast hér.