Fyrsta málstofa RANNUM (http://wp.khi.is/rannum) verður haldin nú á þriðjudaginn 17.2. í stofu E205 í Stakkahlíðinni í hádeginu kl. 12.10-13.00.

Stafræn gjá: tölvunotkun s-afrískra og íslenskra ungmenna – áskoranir og tækifæri

Gréta Björk Guðmundsdóttir, doktorsnemi við Oslóarháskóla, og Sólveig Jakobsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ munu kynna rannsóknir á tölvunotkun ungmenna í S-Afríku og á Íslandi. Fjallað verður um stafræna hjá hvað varðar tölvuaðgengi og notkun, þekkingu og færni og rætt um áskoranir og tækifæri á hvorri hlið gjárinnar.

Komið endilega við í mötuneytinu og/eða komið með hádegisnestið á fundinn.

Glærur má nálgast hér.