RANNUM og Markvís, fundarboð 2.september kl. 15-17.30/18.00

Boðað er til fundar í RANNUM þriðjudaginn 2. september, kl. 15-17.30 (eða 18) í stofu K207 (Kletti hæð fyrir ofan kennarastofu) í Stakkahlíðinni. Á fundinum er eftirfarandi dagskrá:

1. Myndun stjórnar RANNUM og/eða stjórnar rannsóknarklasa fyrir Markvís.

Stjórnin verður væntanlega í forsvari fyrir að fullgera tillögu að rannsóknarsklasa í Markvís áætlun og velja verkefnistillögu(r) klasans. Þessum tillögum þarf að skila fyrir 7.sept. ef við viljum að það verði hugsanlega tekið með inn í Markvís áætlunina.

2. Kynning á Markvís áætluninni

3. Hugmyndir að verkefnum rannsóknarklasa.

Nokkrar hugmyndir sem þegar eru komnar fram verða kynntar í stórum dráttum og kallað eftir öðrum sem ekki hafa verið kynntar.

4. Hópavinna

Stjórn og verkefnishópar ræða innbyrðis sín á milli. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í að þróa hverja verkefnatillögu fyrir sig ræða saman og ákveða framhaldið bæði varðandi skil á tillögum og hugsanlegum styrkumsóknum fyrir hvert verkefni.

5. Önnur mál.

Gott væri ef þið yrðuð búin að kynna ykkur þau gögn sem sett hafa verið inn hér á Moodle (http://moodle.khi.is) , ekki síst Markvís áætlunardrögin og rammana og viðmiðin fyrir rannsóknarklasana og verkefnin.

Þau sem ekki geta mætt á staðinn, látið vita soljak@khi.is, 663-7561, getið hugsanlega verið í Skype sambandi við einstaklinga á fundinum.