Fyrsta málstofa RANNUM á skólaárinu 2011-12 var haldin þriðjudaginn 20.september kl. 12-13 í E303 (ath. breyttan fundarstað) í aðalbyggingu Menntavísindasviðs Stakkahlíð, sjá lýsingu hér fyrir neðan.
Upptaka í eMission Glærur (pdf)
Jacqueline Tinkler kennari við Charles Sturt University (Flexible Learning Institute, Faculty of Education) í Wagga Wagga í Ástralíu mun halda erindi um doktorsverkefni sitt: Waiting for the Revolution: Education, ICT and School Communities: Mapping ICT in the present and future in school communities. Rannsóknin beinist að því hvernig skólasamfélög í tveimur skólum í Ástralíu sjá fyrir sér möguleika í nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni (UST) í menntun og hvernig stefna á þessu sviði hefur haft áhrif á nýtingu UST innan skólanna og áætlanir um framtíðarnotkun í námi og kennslu. Tinkler mun kynna markmið og bakgrunn rannsóknarinnar og hvernig hún hefur nýtt kortlagningu hugtaka (concept mapping) sem rannsóknaraðferð. Þátttakendur í rannsókninni gerðu tvö hugtakakort: annars vegar með hugmyndum sínum um hvernig UST væri notuð í skólum og hins vegar um hvernig UST gæti bylt og breytt menntun og stuðlað að skólaþróun. Í erindi sínu mun Tinkler sýna dæmi um hugtakakort úr forathugun og ræða við þátttakendur í málstofunni um fyrstu niðurstöður og hvernig nýta megi þessa rannsóknaraðferð.