Þriðjudaginn 24. mars verður haldin málstofa á vegum RANNUM, Rannsóknarstofu
í upplýsingatækni og miðlun, í fundarherberginu E205 í húsi Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Málstofan verður í hádeginu, kl. 12-13. Umræðuefnið er tölvuvæðing grunnskólanna og er frummælandi Stefán Jökulsson, lektor við HÍ.
Innlegg hans ber yfirskriftina „Röksemdir Ragnheiðar“ og vísar hún til rannsóknarviðtals hans við„Ragnheiði Pálsdóttur“ árið 2002 en hún hefur langa reynslu sem kennari og stjórnandi á grunnskólastiginu. Í viðtalinu rökstyður hún þá skoðun sína að tölvuvæðing grunnskólanna hafi að stórum hluta mistekist. Stefán gerir grein fyrir röksemdum hennar og í framhaldinu verður rætt um það hve trúverðugur málflutningur hennar sé og hvort margt hafi breyst varðandi tölvunotkun í grunnskólum síðan viðtalið var tekið.