Sólveig Jakobsdóttir, dósent í fjarkennslufræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytur erindi um rannsóknir á þróun fjarnáms við íslenska framhaldsskóla og nýtingu námsumsjónarkerfa og ýmissa annarra netlausna.
Málstofan er á vegum Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun.
Stofu E205, aðalbyggingu Menntavísindasviðs HÍ í Stakkahlíð
Skipuleggjendur fjarnáms og -kennslu standa frammi fyrir því að setja saman heppilegar námsblöndur fyrir nemendur og eru þá margir þættir sem þarf að athuga vel og velja á milli. Í þessu verkefni er skoðað hvernig blöndur af stað og net- (fjar-/eða dreif)námi hérlendir framhaldsskólar bjóða uppá, hvernig þær eru að þróast og hvernig þær henti ólíkum nemendahópum.
Niðurstöður úr viðtölum við skólastjórnendur og/eða stjórnendur fjarnáms við alla skólana 2005, 2006 og 2009 verða kynntar svo og niðurstöður viðtala við nemendur og kennara úr sex framhaldsskólum (3 af höfuðborgarsvæði;3 af landsbyggð) sem tekin voru 2007. Einnig verður fjallað um þróun fjar- og netnáms í skólum erlendis.
Eftir erindið verða umræður um áframhaldandi þróun og framtíð fjarnáms í íslenskum framhaldsskólum.