Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) stóð fyrir málstofu þar sem Kristján Ketill Stefánsson stundakennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ kynnti notkunarmöguleika Internetsins við söfnun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga sem nýst geta skólum við sjálfsmat og þróunarstarf. Upptaka af erindinu er að finna hér.
Vefkerfið Skólapúlsinn www.skolapulsinn.is var kynnt og sett í samhengi við hugmyndafræði langtíma- og samtímamælinga í skólaþróun. Nokkurra vikna gamlar mælingar voru einnig kynntar úr skóla sem gefið hefur leyfi til slíkrar birtingar.
Skólapúlsinn hlaut Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands í nóvember. Verkefnið hefur einnig fengið stuðning úr Tækniþróunarsjóði RANNÍS.
Staðsetning viðburðar:
Aðalbygging – Stakkahlíð/Háteigsvegur
Nánari staðsetning:
E205 fundarherbergi