Stærðfræðileikar – verðlaunakeppni á vefnum: þróun og mat
Málstofa þriðjudaginn 20.10. kl. 12-13 E205 aðalbyggingu Menntavísindasviðs HÍ Stakkahlíð
Sveinn Ingimarsson, stærðfræðikennari í Hagaskóla og meistaranemi við HÍ mun halda erindi á málstofu á vegum RANNUM um þróunarverkefnið Stærðfræðileikar á netinu sem styrkt er af menntamálaráðuneytinu. Verkefnið er samstarfsverkefni Tungumálavers í Laugalækjarskóla, Sveins Ingimarssonar og Þorbjargar Þorsteinsdóttur kennara. Þýðingar og hljóðsetningar verkefna eru unnar af fjölmörgum aðilum og er veflausn stærðfræðileikanna hönnuð af Árna Björgvinssyni hjá Artor.is. Sveinn mun einnig kynna hugmyndir um fyrirhugað mat á verkefninu (meistaraverkefni sitt).