Rannsóknarstofa – kynning á málþinginu Listin að læra
Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun stendur fyrir hringborðsumræðum á málþingi menntavísindasviðsins – Listin að læra föstudag 24.okt. í stofu H208 kl. 15.15-16.45. Gert er ráð fyrir eftirfarandi dagskrá í stórum dráttum.
Sólveig Jakobsdóttir: Kynning á rannsóknarstofu, markmiðum, stofnaðilum, vef… (5 mín.)
Doktorsverkefni nokkurra stofnaðila: Þuríður Jóhannsdóttir (fjarnám), Gréta Björk Guðmundsdóttir (stafræn gjá og tungumál, tölvunotkun í S-Afríku), Salvör Gissurardóttir (samvinna á Neti og opið aðgengi) (15-20 mín.)
Ýmis önnur verkefni í deiglunni hjá stofnaðilum: Jón Jónasson (fjarkennsla við KHÍ/menntavísindasvið), Sólveig Jakobsdóttir (fjarkennsla á framhaldsskólastigi) (10 mín)+ ef fleiri vilja taka til máls…
Markvís áætlunin og nýjar verkefnisáætlanir/styrkumsóknir: Sólveig Jakobsdóttir (UT-færni á grunnskólastigi) (10-15 mín.)+ ef fleiri vilja greina frá umsóknum um ný verkefni
Umræður – opið fyrir ef fleiri vilja tala um verkefni og/eða þarfir á rannsóknar-/þróunarstarfi á vettvangi. (30 mín.)