Stjórn RANNUM var upphaflega tilnefnd á fundi stofnaðila 11. febrúar 2009 en endurnýjuð 2012 (mars), 2015 (nóvember), 2018 (apríl) og 2021 (september)
Stjórn 2021-2024:
- Dr. Sólveig Jakobsdóttir, prófessor (formaður)
- Salvör Gissurardóttir, lektor
- Skúlína Kjartansdóttir, aðjúnkt
- Svava Pétursdóttir, lektor
- Dr. Tryggvi Thayer, kennsluþróunarstjóri
- Dr. Þuríður Jóhannsdóttir, prófessor
Stuðningsaðilar:
- Heimili og skóli (Arnar Ævarsson/Sigurður Sigurðsson)
- 3f – félag um UT og menntun (Elínborg Siggeirsdóttir/Sólveig Friðriksdóttir)
Stjórn stofunnar er skipuð í samræmi við reglur um rannsóknarstofur við Menntavísindasvið Háskóla Íslands frá 2011 en í þeim segir:
Stjórn rannsóknarstofa
Aðstandendur stofu skipa henni að lágmarki þriggja manna stjórn til þriggja ára í senn að höfðu samráði við forstöðumann Menntavísindastofnunar. Formaður stjórnar eða meiri hluti hennar skulu koma úr hópi fastráðinna akademískra starfsmanna Menntavísindasviðs. Hlutverk stjórnar er að fylgja eftir markmiðum rannsóknarstofu. Hún ber jafnframt ábyrgð á fjármálum stofu gagnvart stjórn Menntavísindastofnunar og forseta Menntavísindasviðs og heimilar að verkefni séu unnin á hennar vegum. Formaður stjórnar skilar árlegri greinargerð um starf stofunnar á þar til gerðu eyðublaði til stjórnar Menntavísindastofnunar og forseta Menntavísindasviðs.