Sólveig Jakobsdóttir vann ásamt Amalíu Björnsdóttur að íslenskun á APA staðlinum (APA 5th) fyrir Endnote og var hann gerður aðgengilegur í Endnote Web í október 2007 undir heitinu KHI. Ári seinna var hann einnig gerður aðgengilegur í Endnote X2. Auk þess að styðjast við APA staðalinn var aðallega byggt á eftirfarandi tveimur handbókum:
- Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2002). Gagnfræðakver handa háskólanemum (3. útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Einar Guðmundsson og Júlíus K. Björnsson. (1995). Handbók sálfræðiritsins. Reykjavík: Sálfræðingafélag Íslands.
Nú hefur Sólveig Jakobsdóttir þróað íslenskaðan APA staðal (APA 6th) ásamt Sigrúnu Tómasdóttur hjá Ritveri Menntavísindasviðs.
- American Psychological Association. (2009). Publication manual of the American Psychological Association (6. útgáfa). Washington, DC: Höfundur.
Hann hefur verið aðgengilegur í EndnoteWeb frá september 2014 og einnig hægt að nálgast hann fyrir Endnote forritið hjá Thomson Reuters (útgefenda Endnote).
Byggt er á eftirfarandi leiðbeiningum Ritvers Menntavísindasviðs.